Björgunarlið vinnur nú að því hörðum höndum að reyna að hreinsa upp olíu sem fyrst af ströndum og af hafi eftir að olíuflutningaskip brotnaði í tvennt á Kerchsundi milli Azovhafs og Svartahafs um síðustu helgi. 2000 tonn af olíu fóru í sjóinn og er reiknað með að mengunin muni valda vandræðum í Azovhafi næstu 15 ár. Sjófuglar verða einkum fyrir barðinu á menguninni.