Bráðabirgðastjórn tekur við í Pakistan

Átök brutust út í Karachi í Pakistan í dag og …
Átök brutust út í Karachi í Pakistan í dag og létu þrír lífið. Reuters

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, skipaði í dag Mohammedmian Soomro, fyrrum forseta þings landsins í embætti forsætisráðherra til bráðabirgða. Mun Soomro stýra bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar verða haldnar í janúar en þing landsins var leyst upp í dag.

Soomro verður settur í embætti á morgun og tekur við af Shaukat Aziz, sem lét af embætti þegar kjörtímabili pakistanska þingsins lauk á miðnætti að pakistönskum tíma. Er þetta í fyrsta skipti í sögu landsins, sem þing hefur setið í heilt kjörtímabil.

Mikil spenna er í Pakistan vegna neyðarlaga, sem Musharraf setti fyrir hálfum mánuði. Í dag létu þrír lífið, þar af tveir drengir, þegar skotbardagi braust út milli lögreglu og stuðningsmanna Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra, í borginni Karachi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert