Bretar heimila framsal róttæks múslímaklerks

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að yfirvöldum væri heimilt að framselja róttæka múslímaklerkinn Abu Hamza al-Masri til Bandaríkjanna, þar sem hann kann að verða ákærður fyrir stuðning við al-Qaeda og aðild að gíslatöku.

Hamza er fyrrverandi framámaður í Finsbury Park-moskunni í Norður-London, en hefur setið á bak við lás og slá í sjö ár, eftir að hafa verið fundinn sekur um kynþáttahatur og hvatningu til morðs.

Bandaríkjamenn segja að Hamza, sem er egypskur að uppruna en kvæntur breskri konu, hafi tekið þátt í alheimssamsæri um heilagt stríð gegn Vesturlöndum. Þeir kröfðust þess að fá hann framseldan fyrir þremur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert