Fimmburafæðing gekk vel í Bretlandi

Að sögn lækna heilsast rússneskri konu vel sem fæddi fimmbura á sjúkrahúsi í Bretlandi um síðustu helgi. Konan, sem er 29 ára gamall kennari, fæddi fimm stúlkubörn á John Radcliffe sjúkrahúsinu í Oxford á laugardag, tveimur vikum fyrir tímann.

Börnin eru misþung en það léttasta vó hálft kíló og það þyngsta um eitt kíló. Átján læknar og hjúkrunarfræðingar tóku á móti börnunum en þau voru tekin með keisaraskurði.

Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem fimmburar koma í heiminn í Bretlandi. Þeir fæddust í Belfast undir lok árs 2002 og eru nú byrjaðir í skóla.

Læknar í Rússlandi höfðu hvött konuna til að láta eyða nokkrum fóstrum á meðan meðgöngunni stóð. Konan hafði tekið frjósemislyf sem eykur líkurnar á því að konur beri fleiri en eitt barn undir belti. Hjónin, sem eru trúuð, neituðu hinsvegar að fara í fóstureyðingu.

Ættingjar móðurinn höfðu því samband við lækni á sjúkrahúsinu í Oxford sem sérhæfir sig í hættulegum fæðingum.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert