Jólasveinninn má ekki segja „hó hó hó!“

Reuters

Jóla­svein­um í Syd­ney í Ástr­al­íu hafa verið gef­in þau fyr­ir­mæli að forðast hina hefðbundnu jóla­sveina­kveðju, „hó hó hó!“ þar sem hún geti verið móðgandi fyr­ir kon­ur. Í staðinn er svein­un­um ráðlagt að heilsa með glaðværu „ha ha ha!“

Einn svekkt­ur sveinn tjáði ástr­alska blaðinu Daily Tel­egraph að ráðning­ar­skrif­stofa hefði beðið sig að segja ekki „hó hó hó!“ þar sem það gæti gert börn­in hrædd og minnti of mikið á banda­ríska slang­ur­yrðið „ho,“ sem notað er yfir vænd­is­konu.

Talsmaður um­ræddr­ar ráðning­ar­skrif­stofu, sem er banda­rísk, sagði það mis­skiln­ing að svein­un­um væri bein­lín­is bannað að segja „hó hó hó!“ held­ur væri til­mæl­um beint til þeirra, en það væri und­ir hverj­um og ein­um jóla­sveini komið hvað hann gerði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert