SAS segir upp 230 manns

Ein af Dash 8-400 eftir óhapp á Kastrup í október.
Ein af Dash 8-400 eftir óhapp á Kastrup í október. Reuters

Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag um uppsagnir 230 flugmanna og flugliða í kjölfar þeirrar ákvörðunar að leggja 27 túrbínuskrúfuþotum af gerðinni Dash-8. Samningaviðræður félagsins og stéttarfélaga flugmanna og flugliða hefjast væntanlega í næstu viku.

Dash-vélunum var lagt í kjölfar nokkurra óhappa þar sem lendingarbúnaður gaf sig. Ákvörðunin um að leggja vélunum var tekin á þeim forsendum að óhöppin hefðu dregið úr trú viðskiptavina á þessum vélum, og myndi það skaða orðspor félagsins að nota þær áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert