Allt á kafi í snjó í Austurríki

Allt á kafi í snjó í Austurríki
Allt á kafi í snjó í Austurríki AP

Að minnsta kosti fimm þúsund ökutæki sátu föst í allt að fjórtán klukkustundir í nótt þegar allt fór á kaf í mikilli snjókomu í austurhluta Austurríkis í gærkvöldi. Að minnsta kosti tvær hraðbrautir hafa verið lokaðar frá því í gær og hefur ekki enn tekist að opna þær að nýju.

Í gærkvöldi var bílalestin rétt fyrir utan Vín um 21 km að lengd og segjast íbúar í Austurríki aldrei hafa upplifað annað eins enda fátítt að snjó kyngi niður í Austurríki á þessum árstíma í jafn miklu magni og í gærkvöldi og nótt.

Um 20 sm jafnfallinn snjór var yfir Vín og nágrenni og hefur ekki snjóað jafn mikið þar í nóvember í 40 ár.

Ruðningstæki að störfum
Ruðningstæki að störfum AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka