Norskir karlar þeir feitustu í Evrópu

Við brygguna í Osló.
Við brygguna í Osló. mbl.is/Golli

Fjöldi þeirra karla sem er of feitur er hlutfallslega mestur í Noregi af öllum Evrópuríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Samkvæmt henni er rúmlega annar hver norskur karl of feitur. Skýrslan er byggð á mælingum á líkamsþyngdarstuðli fólks í 30 löndum.

Þeir sem mælast með líkamsþyngdarstuðul (BMI) 25-30 teljast of þungir. Fari stuðullinn yfir 30 er um offitu að ræða.

Innan við 30% karla í Kazakhstan er of þungur, en í Noregi er hlutfallið yfir 50%. Norskum konum hefur farnast betur, og eru um 30% of þungar. Yfir 40% breskra kvenna eru of þungar, en í Uzbekistan eru aðeins 20% kvenna of feitar.

Sérfræðingar telja að helsta orsök þess að offitutilvikum hefur fjölgað vera aukna neyslu á ruslfæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert