Tekjur af ópíumútflutningi í Afganistan er ríflega hálfdrættingur vergrar landsframleiðslu í landinu í ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna sem fer með málefni tengd eiturlyfjum og glæpum (UNODC).
Samkvæmt skýrslu UNODC hefur ekkert ríki framleitt jafn mikið af eiturlyfjum og Afganistan í meira en eitt hundrað ár. Heildarvirði ópíums og heróíns sem flutt er út í Afganistan er 4 milljarðar Bandaríkjadala, 245 milljarðar króna, það sem af er ári og er þetta 27% aukning frá síðasta ári. Verg landsframleiðsla Afganistan á sama tímabili er 7,5 milljarðar Bandaríkjadala.
Talið er að um einn milljarður dala renni til bænda sem rækta ópíum en afgangurinn renni til dreifingaraðila, uppreisnarmanna og stríðsherra sem stýra framleiðslu og dreifingu eiturlyfjanna.