Bandaríkjamenn reyna að sætta Musharraf og Bhutto

Sendimaður Bandaríkjastjórnar, John Negroponte, átti í dag fund með Pervez Musharraf Pakistansforseta og hvatti hann til að aflétta neyðarlögum sem sett voru fyrir hálfum mánuði. Negroponte fundaði í gær með Benazir Bhutto, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, en þess er vænst að Negroponte reyni að sætta Musharraf og Bhutto og draga með því úr spennunni í Pakistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert