Gazabúar þola ekki margar vikur enn

Ástandið á Gaza-svæðinu er orðið hryllilegt og óttast heilbrigðisráðherra Palestínumanna, dr. Bassim Naim, að heilbrigðiskerfið muni hrynja á næstu vikum verði ekkert að gert.

Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, sem er að ljúka sex vikna heimsókn til Gaza hitti ráðherrann í gær og hefur jafnframt hitt fjölmarga lækna og heimsótt sjúkrastofnanir í ferðinni. „Hann taldi að ef ekki yrðu neinar breytingar á því umsátursástandi sem íbúar á Gaza búa við, þá myndi heilbrigðiskerfið hrynja á nokkrum vikum. Þar á hann við skort á lyfjum og tækjum til rannsókna á sjúkrahúsum og fleira,“ segir Sveinn Rúnar. „Hernámsyfirvöld gefa ekki leyfi fyrir neinum innflutningi á varahlutum í tækjabúnað á sjúkrahúsum og gefin eru mjög takmörkuð leyfi á innflutningi nauðsynlegustu lyfja.“

Ein og hálf milljón manns er á Gaza og eru nú varla til verkjalyf á borð við Panodil, að sögn Sveins Rúnars, og sjúkrahús þurfa að verja miklum tíma í hluti á borð við að útvega bensín á sjúkrabíla sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert