Segir Írana viðbúna árás

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sagði í dag að Íranar væru viðbúnir árás, en að litlar líkur væru á að þeir myndu lenda í stríði við Bandaríkjamenn. Nokkurs ótta gætir um að Bandaríkjamenn ráðist inn í Íran, þótt Bandaríkjastjórn hafi staðhæft að fundin verði diplómatísk lausn í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana. Bandarískjamenn óttast að Íranar ætli að smíða kjarnorkuvopn, en Íranar segjast einungis ætla að nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert