Segir Írana viðbúna árás

Mahmoud Ahma­dinejad Írans­for­seti sagði í dag að Íran­ar væru viðbún­ir árás, en að litl­ar lík­ur væru á að þeir myndu lenda í stríði við Banda­ríkja­menn. Nokk­urs ótta gæt­ir um að Banda­ríkja­menn ráðist inn í Íran, þótt Banda­ríkja­stjórn hafi staðhæft að fund­in verði diplóma­tísk lausn í deil­unni um kjarn­orku­áætlun Írana. Banda­rískja­menn ótt­ast að Íran­ar ætli að smíða kjarn­orku­vopn, en Íran­ar segj­ast ein­ung­is ætla að nota kjarn­orku í friðsam­leg­um til­gangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert