Ungur maður, sem var að bera út blöð, fékk skot í fótinn þar sem han var á gangi í Kattesundet við Strikið í Kaupmannahöfn í nótt. Danskir fjölmiðlar segja, að tveir hópar útlendinga hafi lent í deilum og hafi einn maðurinn skotið úr byssu og lenti skotið í blaðberanum. Hann var fluttur á sjúkrahús en sex menn voru handteknir vegna málsins.