Hrefnan aftur strönduð á sandrifi í Amazon

Hrefnunni bjargað af sandrifinu í síðustu viku.
Hrefnunni bjargað af sandrifinu í síðustu viku. Reuters

Tólf tonna hrefna sem synti um 1.600 km leið upp Amazon í Brasilíu hefur nú strandað á sandrifi í þverá fljótsins í annað sinn, að því er brasilískir fjölmiðlar greina frá í dag. Leit að hvalnum hafði verið hætt eftir að hann var losaður af rifinu í síðustu viku og hvarf sjónum.

Íbúar í grennd við borgina Santarem í Amazon regnskóginum komu auga á hrefnuna á ný, sagði blaðið Jornal do Brasil í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka