Bandaríska fangelsiskerfið „dýrt og óskilvirkt“

Fangaklefi í Los Angeles.
Fangaklefi í Los Angeles.

Tala fanga í banda­rísk­um fang­els­um hef­ur átt­fald­ast frá 1970, en það hef­ur litlu breytt um glæpatíðni og kostað skatt­borg­ar­ana mikl­ar fjár­hæðir, seg­ir í niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar. Alls eru yfir 1,5 millj­ón­ir fanga í banda­rísk­um fang­els­um, og er því spáð að þeim muni fjölga um tæp­lega 200.000 á fimm árum.

Banda­rísk rann­sóknamiðstöð, sem komst að þess­um niður­stöðum, mæl­ir með því að fang­els­is­dóm­um verði fækkað og þeir stytt­ir. Ekk­ert bendi til að lang­ir fang­els­is­dóm­ar auki ör­yggi al­mennra borg­ara.

Glæpatíðni í Banda­ríkj­un­um hef­ur minnkað síðan á síðasta ára­tug, og er hún nú um það bil eins og hún var 1973. Föng­um hef­ur aft­ur á móti snar­fjölgað vegna þess að þeir eru nú dæmd­ir til lengri vist­ar og þeir sem rjúfa skil­orð eru nú lík­legri til að vera sett­ir inn.

Á ári hverju eru hundruð þúsunda Banda­ríkja­manna sett­ir í fang­elsi „fyr­ir af­brot sem sam­fé­lag­inu staf­ar lít­il eða eng­in hætta eða ógn af,“ seg­ir í niður­stöðum rann­sóknamiðstöðvar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert