Dómsdagssöfnuður bíður eftir heimsendi ofan í helli

00:00
00:00

Rúss­nesk­um prest­um hef­ur enn ekki tek­ist að telja meðlimi dóms­dags­söfnuðar á að koma út úr helli í suður­hluta lands­ins þar sem meðlim­irn­ir hafa lokað sig inni og bíða dóms­dags, sem leiðtogi þeirra seg­ir að vænta megi í maí. Þrátt fyr­ir að yf­ir­völd hafi leiðtog­ann í haldi og hann hafi beðið meðlim­ina að koma út láta þeir sér ekki segj­ast.

Í söfnuðinum eru m.a. fjög­ur börn. Fyrr í mánuðinum gróf fólkið út hella­kerfi í Penza-héraði, sem er um 640 km suðaust­ur af Moskvu, og hóta nú hóp­sjálfs­morði ef yf­ir­völd láti til skar­ar skríða og reyni að ná þeim út. Alls eru 29 meðlim­ir söfnuðar­ins í hell­in­um.

Talsmaður yf­ir­valda sagði að reyna ætti að semja við fólkið, en alls ekki stæði til að lög­regla réðist inn í hell­inn.

Söfnuður­inn kall­ar sig Hina sönnu rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkju, og leiðtogi hans er faðir Pjotr Kúz­net­sov. Hann sagði fylg­is­mönn­um sín­um að þeir skyldu fara í fel­ur og bíða þar dóms­dags sem upp muni renna í maí.

Þótt Kúz­net­sov hafi nú lagt yf­ir­völd­um lið og skipst á bréfa­send­ingu við fylgj­end­ur sína og hvatt þá til að koma út segj­ast safnaðarmeðlim­ir ekki treysta orðum hans því að þeir telji að yf­ir­völd beiti hann þrýst­ingi.

Frá því að Kúz­net­sov var hand­tek­inn hef­ur hann und­ir­geng­ist geðrann­sókn og verið ákærður fyr­ir að hafa stofnað trú­ar­söfnuð sem standi að of­beld­is­verk­um. Talsmaður yf­ir­valda sagði við CNN: „Ég hef hitt [Kúz­net­sov] og hann er svo sann­ar­lega ekki með öll­um mjalla.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert