Handtekinn eftir 13 ára flótta

 Lögregla í Hollandi hefur handtekið James Hurley, sem hefur verið á flótta undan breskri réttvísi í þrettán ár. Hurley var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að skjóta lögreglumann til bana en tókst að flýja úr fangaflutningabíl eftir að hafa afplánað rúm 4 ár. Hann hefur síðan verið efstur á listum breskrar lögreglu yfir eftirlýsta glæpamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert