Máli gegn Berlusconi vísað frá vegna fyrningar

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi DARIO PIGNATELLI

Dómstóll á Ítalíu vísaði í dag frá ákæru á hendur Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, um brot á bókhaldslögum vegna fyrningar. Er þetta ekki fyrsta málið sem er vísað frá vegna fyrningar á hendur Berlusconi í ítölskum dómstólum. Um var að ræða uppgjör Mediaset, fjölmiðlaarms eignarhaldsfélags Berlusconi, frá árinu 2000.

Berlusconi á enn yfir höfði sér ákæru vegna skattalagabrota en það mál verður tekið fyrir þann 21. janúar nk.

Í lok október staðfesti Hæstiréttur Ítalíu sýknudóm undirréttar yfir Berlusconi, en málið snérist um hvort Berlusconi hefði gerst sekur um spillingu í tengslum við sölu á matvælaverslunarkeðjunni SME.

Málarekstur á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi vegna ýmissa viðskiptamála hefur staðið í 11 ár fyrir ítölskum dómstólum. Hann hefur m.a. verið ákærður fyrir spillingu, skattsvik, bókhaldsbrot og ólöglega fjármögnun stjórnmálaflokka en aldrei verið fundinn sekur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert