Norðmenn eru nú í fyrsta sinn farnir að selja jólatré á almennan markað í Þýskalandi, en skortur er á jólatrjám á meginlandi Evrópu. Búist er við að alls verði 15.000 norsk tré seld Þjóðverjum, en Norðmenn flytja nú þegar út mikið af trjám til Bretlands.
Markaður fyrir norsk jólatré erlendis hefur farið vaxandi undanfarin þrjú ár, en reyndar flytja Norðmenn sjálfir inn tré frá Danmörku.