Viðræður þokast í rétta átt í Frakklandi en þrátt fyrir það ákváðu sex af sjö verkalýðsfélögum innan lesta-og samgöngugeirans að lengja verkfallið til dagsins í dag en þó er talið að ástandið í samgöngumálum þjóðarinnar sé ekki jafnslæmt og það var í upphafi verkfallsins því sumstaðar hafa starfsmenn hafa haldið til vinnu á ný.
Fréttavefur BBC skýrir frá því að verkalýðsfélögin hafi samþykkt að ræða við vinnuveitendur á miðvikudaginn eftir að hafa rætt við félagsmenn sína.
Fréttaskýrendur eru ekki bjartsýnir á að það muni leysa deiluna þar sem almennir félagsmenn eru taldir vera herskárri en verkalýðsleiðtogarnir.