Þýskum skóla lokað af ótta við skotárás

Pekka-Eric Auvinen myrti átta manns í Jokela-skólanum fyrr í þessum …
Pekka-Eric Auvinen myrti átta manns í Jokela-skólanum fyrr í þessum mánuði. Reuters

Í morgun var öðrum skóla lokað í Þýskalandi af ótta við að staðið yrði við hótanir um skotárás og fjöldamorð. Þetta er í annað skiptið á nokkrum dögum sem þýskum skóla er lokað í kjölfar upplýsinga um að einhver hygðist herma eftir árásinni í Jokela-skólanum í Finnlandi.

Berlingske Tidende hefur eftir Ritzau fréttastofunni að skóla í Kaarst í grennd við Düsseldorf hafi borist upplýsingar um fyrirhugaða skotárás í dag. Lögreglan mun ekki hafa viljað taka neina áhættu og lét loka skólanum.

Það var finnska lögreglan sem sendi aðvörunina eftir að hafa séð hótunina í rannsókn sinni á vefsíðum á netinu.

Að sögn Ritzau var viðvörunin mjög óljós og ónákvæm.

Á föstudaginn var lét lögreglan loka skóla í Köln af sömu ástæðu en þar hafði lögreglan nákvæmari upplýsingar og yfirheyrði tvo unglinga, annar þeirra framdi síðar sjálfsmorð en síðar kom í ljós að unglingarnir höfðu hætt við áætlanir sínar fyrir mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert