Vaxandi spenna vegna ráðstefnunnar í Annapolis

Ísraelskur landnemi var skotinn til bana á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Palestínsku Al Aqsa samtökin hafa lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér en í yfirlýsingu samtakanna segir að tilræðið hafi verið framið í mótmælaskyni vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu um málefni Ísraela og Palestínumanna í Annapolis í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ísraelsher jók viðbúnað sinn á svæðinu í kjölfar árásarinnar en Riad Malki, upplýsingamálaráðherra Palestínumanna, segir yfirvöld á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum líta á atvikið sem einstakt tilvik en ekki upphaf tilræðisöldu vegna ráðstefnunnar. Þá segir hann atvikið ekki tilefni til efasemda um ástand öryggismála á Vesturbakkanum.

Ísraelsher skaut fjóra vopnaða Palestínumenn til bana er þeir reyndu að komast ólöglega inn í Ísrael frá Gasasvæðinu í gærkvöldi. Þriðji maðurinn mun hafa komist undan á flótta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert