Formleg rannsókn á fjármálum Chirac

Chirac .
Chirac . Reuters

Dómari hefur undirritað beiðni um að fram fari formleg rannsókn á fjárreiðum Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, þegar hann var borgarstjóri Parísarborgar. Er Chirac grunaður um að hafa tengst nokkrum málum, sem snúa að ólöglegri fjármögnun stjórnmálaflokka, þegar hann var borgarstjóri í París frá 1977 til 1995. Neitar Chirac sök. Chirac lét af embætti forseta í maí á þessu ári en hann naut friðhelgi er hann gegndi forsetaembættinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert