Milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti vegna þakkargjörðarhátíðar

Frá Pennsylvania lestarstöðinni í New York í gærkvöldi.
Frá Pennsylvania lestarstöðinni í New York í gærkvöldi. AP

Talið er að milljónir Bandaríkjamanna verði á faraldsfæti í dag en þakkargjörðarhátíðin er á morgun. Er talið að aldrei muni fleira leggja land undir fót í tilefni hátíðarinnar og í ár. Samkvæmt upplýsingum frá samgöngufyrirtækjum má búast við því að 38,8 milljónir Bandaríkjamanna ferðist meira en 80 km eða meira vegna hátíðarinnar. En dagurinn í dag er annasamasti ferðadagur ársins í Bandaríkjunum.

Búist er við að 31,2 milljónir manna muni ferðast um á einkabílum þrátt fyrir hækkun á eldsneytisverði en gallonið (3,8 lítrar) af bensíni kostar 85 sentum meira í dag en sama dag fyrir ári í Bandaríkjunum. Kostar gallonið nú 3,09 dali samanborið við 2,23 dali í fyrra.

Í gærkvöldi voru hundruð New York búa mættir á Pennsylvania lestarstöðina þar sem þeir ákváðu að yfirgefa borgina strax á þriðjudagskvöldi til þess að losna við mestu umferðina auk þess sem flestir lestarmiðar eru uppseldir í dag. En samkvæmt járnbrautafyrirtækinu Amtrak munu yfir 115 þúsund manns ferðast með fyrirtækinu í dag. Er það 70% fleiri heldur en á hefðbundnum miðvikudegi.

Eins er gert ráð fyrir mikilli flugumferð og lét forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, opna tvo herflugvelli fyrir almennri flugumferð til þess að létta álagið á flugvelli í landinu.

Á flugvöllum í nágrenni New York, John F. Kennedy International, Newark Liberty og LaGuardia, er áætlað að 3.492 flugvélar muni taka á loft og lenda í dag. Mikið er um tafir á flugi og er algengt að þrjú af hverjum fjórum flugum séu ekki á áætlun daginn fyrir þakkargjörðarhátíðina. Alls eiga 4,7 milljónir Bandaríkjamanna bókað flug í kringum þakkargjörðarhátíðina.

Frá flugvellinum í Los Angeles
Frá flugvellinum í Los Angeles AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka