Sterkt verkjalyf veldur dauðsföllum

Þrír fíkni­efna­neyt­end­ur í Svíþjóð hafa á síðustu vik­um lát­ist af völd­um of stórs skammts af verkjalyf­inu fenta­nýl, að því er kem­ur fram á frétta­vef Aft­on­bla­det. Lyfið er talið vera 100 sinn­um sterk­ara en heróín en fíkl­ar blanda því stund­um sam­an við önn­ur efni, svo sem heróín og kókaín.

Lög­regla í Svíþjóð hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem varað er við þessu lyfi og þeir sem telja sig kunna að hafa tekið það inn eru hvatt­ir til að fara á sjúkra­hús.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert