Danska stjórnin vill nýja atkvæðagreiðslu um evruna

Mbl.is

Dönsk stjórnvöld greindu frá því í dag að þau vilji efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka skuli upp evru í stað dönsku krónunnar. Danir höfnuðu sameiginlegu evrópumyntinni í atkvæðagreiðslu fyrir sjö árum. Samkvæmt skoðanakönnun í síðasta mánuði eru hátt í 51% Dana hlynnt því að evran komi í stað krónunnar, en 40% andvíg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert