Þjóðaratkvæðagreiðsla um evruna í Danmörku

Anders Fogh Rasmussen í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, sem fóru fram …
Anders Fogh Rasmussen í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, sem fóru fram fyrir rúmri viku. Reuters

Ný þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um það í Danmörku, hvort taka eigi upp evru sem gjaldmiðil. Danskir kjósendur höfnuðu evrunni í atkvæðagreiðslu árið 2000 og gildir danska krónan því enn sem gjaldmiðill. Þá er stefnt að því að lækka skatta á atvinnutekjur á kjörtímabilinu.

Þetta kom fram þegar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, og Bendt Bendtsen, efnahagsmálaráðherra, kynntu í dag endurnýjaðan málefnasamning stjórnarflokkanna Venstre og Íhaldsflokksins.

Fogh Rasmussen sagði að hann teldi tímabært að Danir tækju til endurmats afstöðuna til samvinnunnar innan Evrópusambandsins og þar á meðal hvort taka ætti upp evruna. Einnig verða Danir spurðir álits á því, hvort ástæða sé til að falla frá þeim fyrirvörum, sem Danir hafa gert við Evrópusamstarfið.

Þá sagði forsætisráðherrann, að gerðar yrðu endurbætur á velferðarkerfinu með það að markmiði að bæta það. Sagði Fogh Rasmussen, að markmiðið væri að búa til velferðarkerfi 21. aldarinnar og hvatti hann alla flokka á danska þinginu til að taka þátt í umræðum og mótun þess kerfis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert