Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, hefur vikið Jacob Vestergaard úr embætti ráðherra innanlandsmála í færeysku landsstjórninni en Vestergaard varð uppvís að því, að reyna að hafa áhrif á það hverjir yrðu ráðnir í skiprúm á strandferðaskipum eyjanna.
Færeyskir fjölmiðlar hafa eftir Eidesgaard, að hann geti ekki liðið það, að ráðherrar skipti sér af rekstri opinberra stofnana með þessum hætti og Vestergaard hafi farið út fyrir öll eðlileg mörk.
Gert er ráð fyrir að ráðherra atvinnumála fari með innanlandsmálin til bráðabirgða. Vestergaard sat í landsstjórninni fyrir Fólkaflokkinn.