Hluti vængs féll af farþegaþotu

Stykki féll úr Boeing 737 þotu Batavia Airwais á Indónesíu.
Stykki féll úr Boeing 737 þotu Batavia Airwais á Indónesíu. mbl.is/Jim Smart

Hluti vængs á farþegaþotu losnaði og féll til jarðar skömmu eftir flugtak vélar Batavia Airwais frá stærsta alþjóðlega flugvellinum á Indónesíu en vélin náði eigi að síður að snúa við og lenda án frekari skakkafalla.

Flugvélin sem er af gerðinni Boeing 737 missti tveggja metra langt stykki sem féll á hús um 15 mínútum eftir flugtak frá Sukarno-Hatta flugvelli en vélin var í innanlandsflugi.

Engin slys urðu á fólki hvorki um borð í vélinni né á jörðu niðri.

Flugöryggi á Indónesíu virðist vera mjög ábótavant en á þessu ári hafa 120 manns hafa látið lífið í röð flugslysa og óhappa þar.

Vélin mun hafi fengið allsherjar skoðun og þjónustu „um það bil fyrir einum eða tveimur mánuðum síðan,” sagði talsmaður Batavia Air.

Fréttaskýrendur segja að viðhald véla sé iðulega ábótavant og að mikill skortur sé á þjálfuðu fagfólki hjá indónesískum flugfélögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert