Hrefnan sem villtist upp Amazonfljótið fannst dauð

Hrefnan dauð á bökkum Amazon.
Hrefnan dauð á bökkum Amazon. Reuters

Tólf tonna hrefna sem villtist langt upp eftir Amazonfljótinu og þverám þess fannst dauð í fyrradag. Ítrekaðar tilraunir dýraverndarsamtaka og heimamanna til að ná hrefnunni og flytja hana aftur út í Atlantshafið mistókust. Hún var komin um 1.600 km inn í land í Amazonregnskóginum.

Hrefnan sást fyrst í síðustu viku í Tapajosánni, sem er þverá Amazonfljótsins, þar sem heimafólk sagðist hafa séð dularfullt dýr á sveimi. Talið er að hrefnan hafi villst í fljótinu og þem fjölmörgu þverám sem í það renna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert