Ísraelsmenn ætla að draga úr raforkudreifingu til Gasa í desember

Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa.
Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa. AP

Ísraelar ætla að byrja að draga úr dreifingu á raforku til Gasa-svæðisins í Palestínu frá og með 2. desember næstkomandi. Þetta er hluti af aðgerðum Ísraela til að þrýsta á stjórn Hamas á Gasa um að sjá til þess að eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna frá svæðinu verði hætt.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt hugmyndir Ísraela um að draga úr dreifingu á eldsneyti og raforku til Gasa, og segja þær munu bitna á saklausum borgurum á svæðinu.

Stjórnvöld í Ísrael segja að til standi að gefa Palestínumönnum einnar viku frest áður en lokað verður á rafmagn.

Ýmsir hafa lýst áhyggjum sínum af því að aðgerðirnar verði til þess að rafmagn fari af sjúkrahúsum, vatnsbrunnum, holræsastöðvum og skólum. Ísraelsmenn segja þær áhyggjur ástæðulausar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert