Ísraelsmenn ætla að draga úr raforkudreifingu til Gasa í desember

Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa.
Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa. AP

Ísra­el­ar ætla að byrja að draga úr dreif­ingu á raf­orku til Gasa-svæðis­ins í Palestínu frá og með 2. des­em­ber næst­kom­andi. Þetta er hluti af aðgerðum Ísra­ela til að þrýsta á stjórn Ham­as á Gasa um að sjá til þess að eld­flauga­árás­um her­skárra Palestínu­manna frá svæðinu verði hætt.

Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt hug­mynd­ir Ísra­ela um að draga úr dreif­ingu á eldsneyti og raf­orku til Gasa, og segja þær munu bitna á sak­laus­um borg­ur­um á svæðinu.

Stjórn­völd í Ísra­el segja að til standi að gefa Palestínu­mönn­um einn­ar viku frest áður en lokað verður á raf­magn.

Ýmsir hafa lýst áhyggj­um sín­um af því að aðgerðirn­ar verði til þess að raf­magn fari af sjúkra­hús­um, vatns­brunn­um, hol­ræsa­stöðvum og skól­um. Ísra­els­menn segja þær áhyggj­ur ástæðulaus­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert