Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í nótt að minnsta kosti 15 konur, sem grunaðar eru um hafa hafa stundað vændi í borginni. Að sögn Ritzau fréttastofunnar var um að ræða skipulagðar aðgerðir lögreglu þar sem handtökur fóru fram á götum og í klúbbum og krám á Vesturbrú.
Ritzau segir, að lögreglan í Kaupmannahöfn hafi nýlega sagt, að dregið verði úr aðgerðum af þessu tagi þar sem málafjöldinn sé orðinn yfirþyrmandi og afgreiða þurfi þau mál, sem þegar hafa komið til kasta lögreglunnar.