Musharraf festir sig í sessi

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. Reuters

Hæstiréttur Pakistans sem nýlega var skipaður fylgismönnum forseta landsins losaði í morgun um síðustu hömlurnar sem komu í veg fyrir að hann gæti setið áfram sem forseti og óbreyttur borgari næstu fimm árin. Það tók dómarana innan við klukkustund að vísa frá kæru þess efnis að hann gæti ekki gegnt embætti forseta og staðfestu dómararnir að kosningarnar í október síðast liðinn hefðu verið löglegar.

Reiknað er með að síðar í dag muni sami hæstiréttur vísa frá áskorun um lögmæti neyðarlaganna.

Fréttaskýrendur reikna einnig með að Musharraf muni á næstu dögum segja af sér sem yfirmaður hersins og láta setja sig inn í embætti forseta á nýjan leik fyrir næstu fimm árin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert