Pakistan vikið úr Samveldinu

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. AP

Utanríkisráðherrar breska samveldisins samþykktu í dag á fundi í Úganda, að víkja Pakistan úr sambandinu, sem saman stendur af ríkjum sem áður heyrðu undir Breska heimsveldið. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði fréttastofunni AP í kvöld að þar til lýðræði og lögum hefði verið komið á í landinu yrði landið ekki aðili að því.

Hæstiréttur Pakistan vísaði í dag frá kæru þess efnis að Pervez Musharraf gæti ekki gegnt embætti forseta og staðfestu dómararnir að kosningarnar í október síðast liðinn hefðu verið löglegar. Niðurstaðan kom lítt á óvart enda ríkja neyðarlög í landinu og er Musharraf svo að segja einráður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert