Skattbreytingar Anders Fogh fengnar að láni?

Reuters

Helle Thorning-Schmidt, formaður flokks sósíaldemókrata í Danmörku, segir að hugmyndir ríkisstjórnar forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussen um skattabreytingar, sem kynntar voru í dag, séu nákvæmlega eins og þær sem sósíaldemókratar boðuðu í kosningabaráttunni fyrir fáeinum vikum.

„Ég get ekki varist brosi, því við fengum að heyra það meðan á þriggja vikna kosningabaráttu stóð að að það sem við sögðum um skattamál væri kolrangt, því þannig gerði maður ekki hlutina. En það er greinilega hægt eftir kosningarnar", sagði Thorning-Schmidt í viðtali við danska blaðið Politiken í dag.

Rasmussen kynnti í dag málefnasamning ríkisstjórnarinnar og þar kom m.a. fram að til stæði að lækka skatt á atvinnutekjur, kjósa um aðild að evrunni og gera endurbætur á velferðarkerfinu í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert