Svarti föstudagurinn svokallaði er í Bandaríkjunum í dag, en hann er almennt talinn marka upphaf jólaverslunarinnar í landinu. Dagurinn kemur á hverju ári upp á daginn eftir þakkargjörðarhátíðina og er frídagur á mörgum vinnustöðum. Bandaríkjamenn stóðu við sitt í dag og flykktust í verslanir, en því er þó spáð að lítil aukning verði á verslun í ár frá því í fyrra.