Mikil skelfing greip um sig í Banda Aceh á Súmötru í Indónesíu þegar jarðskjálfti reið yfir í morgun. Jarðskjálftinn mældist 6,1 stig á Richter en ekki er vitað til þess að alvarlegt tjón hafi orðið. Talið er að 160 þúsund manns hafi látið lífið í Aceh-héraði þegar jarðskjálfti og síðan flóðbylgja riðu yfir svæðið í desember 2004.