Unnið að því að flytja farþega M/S Explorer til meginlandsins

Svona leit M/S Explorer út í gær, en það er …
Svona leit M/S Explorer út í gær, en það er nú sokkið Reuters

Flug­her Chile und­ir­býr nú að flytja þá 154 sem bjargað var af farþega­skip­inu M/​S Explor­er í gær á meg­in­landið en fólkið eyddi síðustu nótt á her­stöðvum á King Geor­ge eyju á Suður­skautsland­inu í nótt. Beðið er eft­ir hent­ugu veðri og verður fólkið þá sótt.

23 Bret­ar, 17 Hol­lend­ing­ar og 13 Banda­ríkja­menn voru um borð í skip­inu, sem sökk eft­ir að það rakst á ís­jaka, þá voru 10 Ástr­alir, 10 Kan­ada­menn og fólk frá Dan­mörku, Írlandi, Belg­íu, Jap­an Frakklandi, Þýskalandi og Kína um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert