Unnið að því að flytja farþega M/S Explorer til meginlandsins

Svona leit M/S Explorer út í gær, en það er …
Svona leit M/S Explorer út í gær, en það er nú sokkið Reuters

Flugher Chile undirbýr nú að flytja þá 154 sem bjargað var af farþegaskipinu M/S Explorer í gær á meginlandið en fólkið eyddi síðustu nótt á herstöðvum á King George eyju á Suðurskautslandinu í nótt. Beðið er eftir hentugu veðri og verður fólkið þá sótt.

23 Bretar, 17 Hollendingar og 13 Bandaríkjamenn voru um borð í skipinu, sem sökk eftir að það rakst á ísjaka, þá voru 10 Ástralir, 10 Kanadamenn og fólk frá Danmörku, Írlandi, Belgíu, Japan Frakklandi, Þýskalandi og Kína um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert