Hamas og Hisbollah fordæma Miðausturlandaráðstefnu

Hamas ráða lögum og lofum á Gasa en Fatah-hreyfingin á …
Hamas ráða lögum og lofum á Gasa en Fatah-hreyfingin á Vesturbakkanum. Talsmaður Hamas segir ótímabært að ræða frið við Ísrael meðan Palestínumenn séu sundraðir. AP

Palestínsku Hamas samtökin og líbanska Hisbollah hreyfingin fordæmdu í dag fyrirhugaða ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum, sem hefst á þriðjudaginn. Talsmenn hreyfinganna tveggja hittust í dag og sögðu ráðstefnuna munu mistakast.

Mussa Abu Marzuq, einn helsti aðstoðarmaður Khaled Meshal, æðsta manns Hamas, sagði ráðstefnuna skýjaborgir og áróður og að hún miðaði að þvi að fá ,,svokallaðar hófsamar Arabaþjóðir" til að styðja málstað Vesturlanda.

Hamas hafa lýst sig andvíga ráðstefnunni og segja ótímabært að ræða um frið við Ísrael meðan Palestínska þjóðin sé sundruð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert