Gholam Reza Aghazadeh, varaforseti Írans, sagði í dag að Íranar hefðu framleitt geislavirkar eldsneytiseiningar úr auðguðu úrani, sem til stendur að nota í 40 megavatta kjarnorkuveri sem er í smíðum.
Ríkisfréttastofan IRNA hafði þetta í dag eftir Aghazadeh, en ef þetta reynist rétt þá þýðir það að Íranar hafa lokið framleiðsluferlinu sem hefst með vinnslu úran-málmgrýtis.
Aghazadeh, sem einnig er yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Írans, segir að prófanir á eldsneytiseiningunum séu þegar hafnar. “