Kasparov í 5 daga fangelsi

Lögregla handtók Garrí Kasparov í Moskvu í dag.
Lögregla handtók Garrí Kasparov í Moskvu í dag. AP

Dómstóll í Moskvu dæmdi í kvöld Garrí Kasparov, fyrrum heimsmeistara í skák og núverandi leiðtoga rússneskra stjórnmálasamtaka, í 5 daga fangelsi fyrir að leiða óleyfilegar mótmælaaðgerðir gegn stjórnvöldum í Rússlandi.

AFP fréttastofan segir, að Kasparov hafi verið fundinn sekur um að hafa neitað að hlýða fyrirskipunum lögreglu og standa fyrir ólögmætum fjöldafundum. Kasparov sagði við blaðamenn, að handtaka hans byggðist ekki á réttmætri ástæðu.

„Það sem gerðist í réttarsalnum er nánast óhugsandi. Starfsreglur voru brotnar með grófum hætti og auðvitað mun ég áfrýja dómnum en það er ekki lengur hægt að tala um réttlæti," sagði Kasparov við útvarpsstöðina Moscow Ecco.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert