Kasparov í 5 daga fangelsi

Lögregla handtók Garrí Kasparov í Moskvu í dag.
Lögregla handtók Garrí Kasparov í Moskvu í dag. AP

Dóm­stóll í Moskvu dæmdi í kvöld Garrí Kasparov, fyrr­um heims­meist­ara í skák og nú­ver­andi leiðtoga rúss­neskra stjórn­mála­sam­taka, í 5 daga fang­elsi fyr­ir að leiða óleyfi­leg­ar mót­mælaaðgerðir gegn stjórn­völd­um í Rússlandi.

AFP frétta­stof­an seg­ir, að Kasparov hafi verið fund­inn sek­ur um að hafa neitað að hlýða fyr­ir­skip­un­um lög­reglu og standa fyr­ir ólög­mæt­um fjölda­fund­um. Kasparov sagði við blaðamenn, að hand­taka hans byggðist ekki á rétt­mætri ástæðu.

„Það sem gerðist í rétt­ar­saln­um er nán­ast óhugs­andi. Starfs­regl­ur voru brotn­ar með gróf­um hætti og auðvitað mun ég áfrýja dómn­um en það er ekki leng­ur hægt að tala um rétt­læti," sagði Kasparov við út­varps­stöðina Moscow Ecco.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert