Nýir skógareldar í Malibu

Í morgun braust út eldur í Malibu, Kalíforníu. Skemmst er að minna hinna skæðu elda í Kalíforníu í október s.l. og því vöknuðu íbúar Malibu upp við vondan draum enn á ný í morgun er íbúum að minnsta kosti hundrað heimila var gert að yfirgefa heimili sín.

Talið er að um fjögurhundruð ekrur séu brunnar og tugir heimila hafa nú þegar brunnið til kaldara kola. Á föstudag var strax búið að gefa út viðvörun um að hættuástand væri yfirvofandi vegna veðurskilyrða. Miklir þurrkar og endurkoma Santa Ana vindanna gera það að verkum að viðvörun hefur verið gefin út í Los Angeles ásamt sjö öðrum sýslum í Kalíforníu.

Lögregla varar ökumenn við skógareldum í Malibu í dag. Reykurinn …
Lögregla varar ökumenn við skógareldum í Malibu í dag. Reykurinn frá eldunum sést í baksýn. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert