Bandaríkin gagnrýna Rússa

00:00
00:00

Banda­ríkja­stjórn gagn­rýndi und­ir kvöld viðbrögð rúss­neskra stjórn­valda við mót­mæla­fund­um, sem fóru fram í Moskvu í gær og St. Pét­urs­borg í dag. Óeirðalög­regla hand­tók tugi fund­ar­gesta í báðum borg­um, þar á meðal Garrí Kasparov og fleiri stjórn­ar­and­stöðuleiðtoga.

„Banda­rík­in hafa áhyggj­ur af þeim harðneskju­legu aðferðum, sem rúss­nesk stjórn­völd hafa notað gegn mót­mæl­end­um í Moskvu og víðar," sagði Sean McCormack, talsmaður banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, í yf­ir­lýs­ingu.

„Við höf­um einkum áhyggj­ur af hand­töku leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar, þar á meðal Garrís Kasparovs, og hvetj­um til þess að þeir fái aðgang að lög­fræðiaðstoð og rétt­láta meðferð í dóms­kerf­inu."

Kasparov var í gær dæmd­ur í 5 daga fang­elsi fyr­ir að hlýða ekki fyr­ir­skip­un­um lög­reglu. Í dag var Borís Nemt­sov, einn af helstu leiðtog­um rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar, hand­tek­inn ásamt um 200 öðrum í St. Pét­urs­borg.

Vika er þar til þing­kosn­ing­ar fara fram í Rússlandi. Yfir­kjör­stjórn lands­ins neitaði að samþykkja fram­bjóðend­ur á veg­um Ann­ars Rúss­lands, regn­hlíf­ar­sam­taka sem Kasparov stýr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka