Börn tína bómull fyrir H&M

mbl.is/GSH

Sænska versl­un­ar­keðjan Henn­es & Mauritz not­ar bóm­ull til fatafram­leiðslu, sem börn í Úsbekist­an tína. Þetta er full­yrt í sænskri heim­ild­ar­mynd, sem sýnd verður í sænska rík­is­sjón­varp­inu í kvöld. H&M hef­ur ít­rekað for­dæmt barnaþrælk­un.

Í mynd­inni koma fram upp­lýs­ing­ar frá mann­rétt­inda­sam­tök­um um að 450 þúsund börn í Úsbekist­an, allt niður í 7 ára göm­ul, eru neydd til að fara út á bóm­ull­ara­kr­ana á haust­in til að tína bóm­ull. Er skól­um lands­ins lokuð svo börn­in geti unnið launa­laust á ökr­un­um í allt að 8 tíma á dag

Mest­öll upp­sker­an er seld til evr­ópskra fyr­ir­tækja, sem fram­leiða fata­efni. Sænska sjón­varpið full­yrðir, að H&M sé meðal þeirra fatafram­leiðenda, sem not­ar bóm­ull frá Úsbekist­an. Und­ir­verktaki H&M í Bangla­desh kaup­ir bóm­ull beint frá land­inu.

Fram kem­ur, að bóm­ull frá Úsbekist­an sé oft blandað sam­an við aðra bóm­ull og því sé erfitt að meta hve mikið af þess­ari bóm­ull H&M not­ar.

Frétta­vef­ur sænska blaðsins Expressen hef­ur eft­ir Kat­ar­ina Kem­pe, talskonu H&M, að það séu ekki nýj­ar upp­lýs­ing­ar, að börn séu notuð í vefnaðarfram­leiðslu. Fyr­ir­tækið líði hins veg­ar ekki barnaþrælk­un hjá sín­um birgj­um og vilji ekki að slíkt eigi sér stað.  Fyr­ir­tækið hafi lengi reynt að hafa áhrif á aðra fram­leiðend­ur í þessu efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert