Búið er að slökkva eld, sem kviknaði á olíuborpallinum Thistle Alpha í Norðursjó um 190 km norðaustur af Hjaltlandseyjum. Byrjað var í morgun að flytja starfsmenn af pallinum upp á land en búist er við að þeir verði fluttir á pallinn á ný, nú þegar eldurinn hefur verið slökktur.
Eldsins varð var klukkan 8:30 í morgun og voru þegar gerðar ráðstafanir til að flytja um 159 starfsmenn í land. Sjö þyrlur voru sendar að pallinum og höfðu 116 menn verið fluttir í land klukkan 11 þegar lokið var við að slökkva eldinn.
Sænska félagið Lundin Petrolium rekur borpallinn.