Átta knattspyrnuáhugamenn fórust í Brasilíu

Átta knattspyrnuáhugamenn létu lífið í bænum Salvador í Brasilíu í gærkvöldi þegar hluti af knattspyrnuleikvangi hrindi saman þegar mannfjöldi hoppaði upp og niður af fögnuði. Gat kom á áhorfendastúkuna og fólkið hrundi niður á steypta stétt.

Brasilískir fjölmiðlar segja, að lélegt ástand á leikvanginum hafi verið gagnrýnt að undanförnu. Ríkisstjórinn í Bahiaríki fyrirskipaði, að leikvanginum yrði lokað á meðan málið yrði rannsakað.

Talið er að um 60 þúsund manns hafi fylgst með leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert