Barist við eld á elliheimili í Houston

Slökkviliðsmenn reyna nú að bjarga íbúum elliheimilis í Houston í Texas eftir að eldur kom þar upp nú síðdegis. Svo virðist sem eldurinn sé á fimmtu hæð í átta hæða húsi og vinna um sjötíu slökkviliðsmenn við slökkvi- og björgunarstörf. Ekki er vitað um afdrif íbúanna í húsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert