Danska ríkisútvarpið fyrir barðinu á tölvuþrjótum

Reuters

Brasilískir tölvuþrjótar brutust inn á vef danska ríkissjónvarpsins og ollu þar talsverðum usla. Það var netgátt fyrir blaðamenn sem brotist var inn á og fengu allir þeir sem áskrifendur eru að tilkynningum sem ætlaðar eru blaðamönnum vinaleg skilaboð.

„HackeD By SAO Fuck Denmark" stóð í skilaboðunum, en ekki er ljóst hversu margir fengu kveðjuna.

Forsvarsmenn vefsins lokuðu umsvifalaust blaðamannavef stofnunarinnar og verður hún lokuð a.m.k. þar til á morgun. Ekki er ljóst hvernig þrjótunum tókst að brjótast inn á vefinn, en verið er að kanna málið og ganga úr skugga um að slíkt gerist ekki aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert