Fordæma tafir á aftöku

Ali Hassan al-Majid var spaðakóngurinn í spilastokki Bandaríkjamanna
Ali Hassan al-Majid var spaðakóngurinn í spilastokki Bandaríkjamanna mbl.is

Þing­menn á íraska þing­inu for­dæmdu í dag hvað af­taka þriggja sam­verka­manna Saddams Hus­sein, fyrr­ver­andi for­seta lands­ins, hef­ur dreg­ist en þeir voru dæmd­ir til dauða þann 24. júní.

Einn þre­menn­ing­anna er Ali Hass­an al-Maj­id, sem nefnd­ur hef­ur verið Efna­vopna-Ali en einnig voru Sult­an Hashim Ahmad al-Tai, fyrr­um varn­ar­málaráðherra og Hus­sein Rashid Mohammed, helsti aðstoðarmaður hans, dæmd­ir til dauða.

Talið er að um 180 þúsund Kúr­d­ar hafi lítið lífið í aðgerðum íraskra stjórn­valda til að bæla niður upp­reisn. Dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu, að al-Maj­id væri sek­ur um þjóðarmorð, glæpi gegn mann­kyn­inu og stríðsglæpi fyr­ir að skipa her og ör­ygg­is­sveit­um að beita efna­vopn­um gegn óbreytt­um borg­ur­um.

Þá var al-Tai fund­inn sek­ur um að fyr­ir­skipað um­fangs­mikl­ar aðgerðir gegn óbreytt­um borg­ur­um þar sem efna­vopn­um var meðal ann­ars beitt.

Voru það þing­menn úr hópi Kúrda og shjíta sem gagn­rýndu það á þing­inu í morg­un að þre­menn­ing­arn­ir væru enn á lífi þrátt fyr­ir dauðadóm.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert