Fundur fulltrúa frá allt að 40 ríkjum í Miðausturlöndum, sem hefst í borginni Annapolis í Bandaríkjunum í dag, verður fyrsta tilraunin sem gerð hefur verið í sjö ár til að hefja formlegar viðræður um frið fyrir botni Miðjarðarhafs.
George W. Bush Bandaríkjaforseti verður í hlutverki gestgjafans, en áður en fundurinn hefst mun hann hitta leiðtoga Palestínumanna, Mahmoud Abbas, og Ísraela, Ehud Olmert, hvorn fyrir sig í Hvíta húsinu.